segulhvolf: [magnetosphere] er svæði umhverfis reikistjörnur, þar sem segulsvið viðkomandi plánetu ríkir og utanaðkomandi hlaðnar agnir lenda í sjálfheldu.


Segulsvið í rafgasi (plasma) sólvinda er nægilega sterkt til að áhrif þeirra á pláneturnar og segulsvið þeirra myndi segulhvolf sem feykir þeim framhjá viðkomandi plánetu. Líf hér á Jörðu hefur dafnað þróast frá upphafi vega undir vernd þessa segulhvolfs.


Merkúr, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus hafa einnig segulhvolf en segulsvið Ganymede, tungls Júpíters, er of veikt til að fanga rafgas sólvinda.



Sjá: segulsvið, segullmund og segulskeið.



Sjá: INDEXS → segul-



Heimild: The Earth's Magnetosphere (090417)
<http://helios.gsfc.nasa.gov/magnet.html>