segulsvið Jarðar: [Earth's Magnetic Field] hefur verið útskýrt með svokallaðri rafal-kenningu [dynamo theory, geodynamo theory]. Varmi frá hrörnum geislavirkra efna í kjarna veldur ólgandi varmaiðu [convection] í fljótandi og rafleiðandi járn- og nikkelsamböndum ytri kjarna þannig að þau renna um veikt segulsvið og við það vaknar rafstraum sem drífur tvípóla segulsvið Jarðar. ◊ ◊
Segulsviðið grípur rafhlaðnar agnir sem berast frá Sólu og varnar því að þær berist til yfirborðsins. ◊ Í svokölluðum kórónugosum [coronal mass ejections] ◊ sleppa þær þó í gegn og valda segulstormum [geomagnetic storms] sem auka á norðurljósadýrðina og geta líka truflað rafkerfi líkt og gerðist í Quebec í Kanada 13. mars 1989.
Sjá segulhvolf og sólvinda.
Sjá: INDEX → S → segul-