plasma: rafgas, efni (oftast lofttegund) sem gert er nær eingöngu úr jónum og óbundnum rafeindum.


Plasma er oft kallað fjórða ástandsform efnis. Það myndast þegar loftmassi hitnar gífurlega og rafeindirnar sem sveima á tilteknum brautum um kjarnann fá svo mikla orku að þær rífa sig lausar úr viðjum þeirra krafta sem halda þeim og gasið verður jónað, þ.e. hleðsla róteindanna verður meiri en hleðsla þeirra rafeinda sem eftir eru — gasið jónast.