Reykjanesskagi er það annes Íslands sem lengst skagar til SV og þar má sjá hvar Atlantshafshryggurinn ◊ ◊. ◊. rís úr sæ við Reykjanestá ◊ og gengur austur eftir skaganum til Hengils. Skaginn er því á flekaskilum þar sem Evrópuflekinn er við suðurströndina en norðan hans er fleki Norður-Ameríku. ◊ ◊ Reykjanesfjallgarðurinn er að mestu leyti úr móbergsmyndunum frá síðasta jökulskeiði ◊ ◊ en sunnan hans og norðan, að Romshvalanesi frátöldu, eru hraun sem runnu á nútíma. Sífellt kvikuuppstreymi og hnik vegna hreyfinga jarðskorpuflekanna setja svip sinn á flestar jarðmyndanir eins og hvarvetna má sjá má af sprungum ◊ og misgengjum í landslaginu. ◊
Á Reykjanesskaganum má greina fjögur eldstöðvakerfi í sprungusveimum sem liggja þrepstiga frá Reykjanestá austur eftir skaganum og enda í Hengilskerfinu. Hin þrjú eru kennd við Reykjanes, Krýsuvík og Brennisteinsfjöll. ◊ Líklega eru megineldstöðvar að þróast í þessum kerfum og sú þróun er komin lengst í Hengilskerfinu þar sem súrt gosberg er að finna.
Á Reykjanesskaga er að finna margs konar gerðir gosbergsmyndana. Dyngjur eru fjölmargar og gusu flestar þeirra á nútíma en þó eru Miðnesheiði, Krýsuvíkurheiði og Mosfellsheiðin frá hlýskeiði. Þá eru móbergshryggirnir Núpshlíðarháls ◊ og Sveifluháls ◊. mjög áberandi en þeir mynduðust við sprungugos sem ekki náði upp úr jöklinum í gosinu. Móbergskeilur eru fjölmargar en Keilir er etv. sú þekktasta. Hann er umlukinn hraunum frá nútíma og bíður þess eins að hraun sem að honum renna færi han í kaf. ◊ Nokkrar móbergsmyndanir hafa náð að krýna sig með basalthraunum líkt og Herðubreið ◊. td, Fagradalsfjall, Languhlíð, Bláfjöll og Geitafell. Þá má nefna fjöldann allan af klepragígum, klepragígaröðum ◊ ◊ og loks má nefna Gestsstaðavatn og Grænavatn, sem líklega má flokka sem ker. ◊
Orkuver nýta nú jarðvarma á Hengilsvæðinu og í Reykjaneskerfinu þar sem jarðsjór leitar inn í bergið. |Tyfirlit|
Eitt af því sem vekur athygli þegar ekið er um Reykjanesskaga er að hvergi er ekið yfir á eða lækjarsprænu. Samt sem áður er ársmeðaltal úrkomu á stærstum hluta skagans frá 2000 mm - 3500 mm. ◊ Skýringuna er að finna í berggrunninum sem er ungur og berglög flest mjög gropin og sprungin. Vatnið hripar því niður og myndar grunnvatnslinsu ◊ sem flýtur á söltu vatni í berginu (jarðsjó) við strendur. Víða rís þessi grunnvatnslinsa nokkuð hátt eins og sjá má við Kleifarvatn, ◊ Djúpavatn og Seltjörn sunnan Vogastapa. Sum staðar kemur grunnvatnið upp sem artetiskt vatn í sprungulindum líkt og í Kaldárbotnum og Gvendarbrunnum. Þessar sprungulindir sjá þéttbýlinu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur fyrir ferskvatni til neyslu. Víða við strendur flæðir grunnvatnið fram líkt og í Straumsvík (> 5 m3/sek.) ◊ ◊ og víða við Vatnsleysuströnd. ◊
Sjá aldur nokkurra hrauna.
Brimklif á Reykjanesskaga ◊ ◊ ◊. ◊ ◊.