ker: [maar, explosion crater] sprengigígur með lágum gígrima og þar sem nær eingöngu koma upp gosgufur. Oft er og stöðuvatn í slíkum gígum. Dæmi: Grænavatn í Krýsuvík.
Víti í Kröflu varð til við gufusprengingu í Mývatnseldum og má því flokka sem ker. ◊ ◊
Í Eifel í Þýskalandi eru víða vötn [maar] mynduð við eldsumbrot. ◊ Þar er Laacher See ◊ sem fremur er talið askja en ker og þar gaus fyrir ∼ 12.900 árum.
Sjá hreyfimynd af myndun kers fyrir 47 Má þar sem nú er Messel-gryfjan. ◊
Sjá nánari umfjöllun um ker.