kalksteinn: [limestone] setberg sem inniheldur meira en 50% af kalsíti (CaCO3). Kalksteinn er algengur erlendis en finnst ekki hér þótt sprungufyllingar úr kalsíti séu sagðar vera kalksteinn.


Víða má finna kalkstein myndaðan á sjávarbotni sem ýmist er úr kóralrifjum, mosadýrum eða kokkólítum. Ungur kalksteinn eins og sá sem myndaðist á síðari hluta krítartímabilsins og finnst nú td. í Danmörku og við Ermarsund laus í sér og kallast þá krít (skrifkrít). ◊. ◊. ◊.


Portland kalksteinn sem brotinn hefur verið í grjótnámum á eynni Portland suður af borginni Weymouth í Dorset-sýslu við suðurströnd Englands er rómað byggingarefni. Hann er myndaður á síðjúra ◊. úr hrognasteinum, ákjósanlega sprunginn og í honum má finna ma. steingerðar samlokur, snigla og risa-ammóníta. Kalkstein úr Portland-námunum má sjá í byggingum í London og víðar á Bretlandi. Sir Christopher Wren arkitekt notaði hann þegar St. Paul's dómkirkjan   var endurbyggð ásamt öðrum merkum byggingum eftir brunann mikla í London árið 1666.