krít: (skrifkrít) kalksteinn úr smásæjum kalkskeljum dvergsvifs sem er smágerðasti hluti dýra- og plöntusvifs; [nannoplankton].


Orðið krít er dregið af latneska orðinu creta [Uk: chalk; Dk.: kridt; De.: Kreide]. Engilsaxar töluðu um „Hwiting melu“ [hwiting: hvítun; melu: mjǫl í forníslensku]. Krítin var notuð í litarefni og steinlím og auðvelt var að nálgast hana við Ermarsund, ◊. á Rügen í Þýskalandi og í Danmörku. ◊. ◊. Áður en hún var notuð þurfti að mylja hana og sigta ýmis óhreinindi frá eins og steingervinga og eldtinnu.


Latneska orðið creta má líklega rekja til þessarar vinnsluaðferðar — „terra creta“ sigtuð jörð [terra: jörð; creta: sigtuð; ntgm. cernō → lhþt. crētum, kvk. → crēta].



Heimild:   Rohleder, Johannes 2001: „The Cultural History of Limestone“, í Tegethoff, F. Wolfgang: Calcium carbonate from the Creataceous Period into the 21st Century, Birkhäser.