gufuhvolf: [atmosphere] nefnist lofthjúpur Jarðar. Hann er að mestu gerður úr nitri, N2, og súrefni, O2. Nitur er um 78% og súrefni um 21%. Magn vatnsgufu er mjög misjafnt eða um það bil 0,5 - 3% og aðrar lofttegundir eins og argon, neon ofl. eru innan við 1% af massa lofthjúpsins. Mestur massi gufuhvolfsins er innan 10 km hæðar en ósonlagið tekur við þar fyrir ofan og nær upp að heiðhvolfinu sem er í 30 km hæð.
Sjá um aldur gufuhvolfsins, hringrás CO2 og styrk súrefnis og ennfremur styrk CO2 á fyrri jarðsögutímabilum.
Áætlaður styrkur lofttegunda í gufuhvolfi jarðar frá upphafi vega. ◊
Sveiflur í δ13C undir lok frumlífsaldar. ◊
Gröf sem sýna styrk súrefnis og CO2 í gufuhvolfinu. ◊. ◊. sama mynd lituð ◊.
Styrkur lofttegunda í gufuhvolfinu nú.
Einfölduð mynd sem sýnir hitafar Jarðar frá sílúr til nútíma: ◊