Í gufuhvolfinu er að finna samsæturnar 13C og 12C sem báðar eru stöðugar samsætur kolefnis. Langmest er af 12C en örlítið finnst af 13C. Ljóstillífandi lífverur taka til sín örlítið meira af léttu samsætunni 12C en af þeirri þyngri,13C. Hlutfall 12C í vefjum þessara lífvera verður því mun hærra og ekki í samræmi við það hlutfall sem er í gufuhvolfinu.
Þessar léttu kolefnissamsætur sem lífverur taka fremur til sín við ljóstillífun hverfa aftur til gufuhvolfsins við öndun og rotnun. Sama gildir um greftrun kolefnis með háu hlutfalli léttra kolefnissamsæta ef veðrun helst í hendur við það magn sem grefst. Kerfið er þá í jafnvægi. ◊ ◊ ◊. ◊.
Þó kemur fyrir að kerfið er ekki í jafnvægi. Við vissar aðstæður getur kolefni grafist í stórum stíl þó svo að veðrun haldist óbreytt. Við slíkar aðstæður lokast stór hluti léttu samsætanna inni án þess að veðrunin nái til þeirra en við það hækkar hlutfall 13C/12C í gufuhvolfinu.
Við stórfellda greftrun kolefnis á landi eða í sjó hefur það ávallt endurtekið sig í jarðsögunni að 12C hefur minnkað á kostnað 13C. Hlutfall 13C/12C hefur sem sé hækkað bæði í sjó og gufuhvolfinu.
Núverandi hlutfall 13C/12C í kalksteini og lífrænum leifum í setlögum gerir vísindamönnum kleift að komast að greftri kolefnis á heimsvísu fyrir milljónum ára. Blöndun kolefnis er svo hröð milli forðabúra þess að hlutfall 13C/12C í kalksteini sem myndaðist á grunnu vatni gefur góðar upplýsingar um breytingar á hlutfalli 13C/12C bæði í gufuhvolfinu og höfunum.
Á mynd ◊. má sjá feril yfir breytingar á hlutfalli 13C/12C í CaCO3 í kalksteini frá upphafi kambríum til nútíma. Það sem mesta athygli vekur er mikil hækkun 13C/12C fyrir 300 Má og svo aftur fyrir um 100 Má. Hæsta gildi 13C/12C er að finna í kalksteini frá síð-kolatímabilinu þegar mikið magn lífræns kolefnis grófst í fenjum og varð síðan að kolalögum. Vegna þess hve 12C var hlutfallslega hátt í þessu grafna lífræna kolefni minnkaði hlutur þess í gufuhvolfinu og hlutfall 13C/12C hækkaði þar af leiðandi.
Þegar kolefni af lífrænum uppruna rotnar dregur það súrefni frá gufuhvolfinu og mikið af CO2 myndast. Við slíkar aðstæður hverfur 12C aftur til baka og hlutfall 13C/12C lækkar þ.e. 12C eykst á kostnað 13C.
Út frá styrk 13C í gufuhvolfinu má geta sér til um styrk O2. Þegar kolefni af lífrænum uppruna grefst undir jarðlögum eyðist minna magn O2 við rotnun og hlutur þess í gufuhvolfinu vex vegna ljóstillífunar. Fylgni er því á milli styrks súrefnis og styrks 13C í gufuhvolfinu. ◊ ◊.
Sjá hringrás CO2 í gufuhvolfi og bergi jarðskorpunnar óháð ljóstillífun og öndun.
Sjá meira um hlutfall13C og 12C (δ13C).