Jarðfræðiglósur GK

Hlutfall 13C / 12C

Í gufu- og vatnshvolfi jarðar er að finna tvær stöðugar samsætur kolefnis, 13C/12C. Yfirleitt er þetta hlutfall stöðugt en getur þó breyst.


Við ljóstillífun tekur plöntusvif fremur léttari kolefnissamsætuna, 12C, til sín en þá þyngri, 13C. Hlutfall 13C/12C samsæta kolefnis í yfirborðssjó breytist þó ekki því að samsæturnar skila sér aftur við stöðuga og jafna rotnun. Ef leifar lífvera kaffærast og kolast í stórum stíl en rotna ekki breytist þetta hlutfall þannig að 13C/12C hækkar.


Mælingar á súrefnis- og vetnissamsætum eru gerðar með massagreini og eru niðurstöður mælinga á súrefninu gefnar upp sem δ13C og lýsir hún mismun á hlutfalli 13C/12C í sýninu sem rannsakað er (sýni) og viðmiðunarsýni ek. staðalsýni (staðall). Mismunurinn er gefinn upp í ‰




Hér gefur hækkandi gildi á 12C lækkandi hlutfall fyrir 13C/12C og þar af leiðandi lækkandi δ13C.



Út frá gildi δ13C í steingerðum sjávarlífverum og kalksteini má segja til um það ástand sem ríkti í höfunum þegar leifar lífveranna féllu til botns. Þegar lífrænar leifar grafast og kolast hækkar δ13C. ◊. ◊.


Það kolefni sem bundið er í svokölluðum kolhydrötum [clathrate] eru með afar lágt gildi δ13C uþb. – 65 ‰.


Sjá meira um hringrás kolefnis.


Sjá um útdauðann mikla í lok perm.


Sjá ennfremur δ18O.


Sjá einnig: um súrefni á frumlífsöld.