gruggstraumar: [turbidity current] gruggstraumur, ◊ 
 ◊ 
 eðjustraumur, sem skríður með botni, hlaðinn uppþyrluðu seti, og berst mjög hratt niður landgrunnshlíð. 
Setlagaeiningar gruggstrauma eru oftast aðeins nokkrir cm á þykkt og þegar setið sest til falla grófustu kornin fyrst og þau fínni á eftir og við þetta verður lagskipt með láréttri lagskiptingu — lóðgreint. ◊ 
 ◊ 
 ◊ 
  
Sjá um grávakka og flyksuberg.
Sjá nánar um gruggstrauma.
Sjá Bouma-syrpu.