Svokölluð Bouma syrpa setlaga er nefnd eftir Arnold H. Bouma, en hann lýsti henni í grein 1962. Hún lýsir molabergssetlögum sem myndast í gruggstraumum er þeir renna niður langrunnshlíðar.


Bouma syrpan skiptist í 5 lög þar sem a er neðst og e efst ef öll þeirra hafa myndast og varðveist en stundum vantar einhvert þeirra.


Lögin eru:


E  leir, ólagskiptur með skriðförum dýra


D  Jafnhliða lagskipt méla


C  víxllaga sandur


B  Samsíða lagskiptur sandur


A  Lóðgreindur sandur og möl sem sest til í straumi