Þróun beinagrindar ◊ fjaðra ◊ og skyldleiki holbeina við fugla. ◊.
Þróun fugla fyrir og eftir KT-mörkin. ◊
Steingerðar leifar Sinosauropteryx [Sino: Kína; saur: eðla; opteryx: vængur] fundust í Yixian mynduninni í Liaoning-héraði ◊ í Norðaustur-Kína 1996 og telst fundurinn á meðal merkilegustu uppgötvana í steingervingafræðum tuttugustu aldarinnar. Hér var um litla risaeðlu [Theropoda/Coelurosauria: holbeini] að ræða sem lifði fyrir 124 - 122 Má, árkrít. Hún var þakin frumstæðu fiðri sem veitti einangrun en hentaði varla til flugs. Sinosauropteryx var kjötæða, sprettharður og hélt sig á jörðu niðri. Dýrið hafði handleggi með þrífingruðum klóm og mjaðmagrind hefur líklega verið í 50 cm hæð. ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊
Sinornithosaurus millennii [Sin: kínverski; ornitho: fugl; saurus: eðla. (kínverski eðlufugl)] fannst í Liaoning héraði ◊ í NA Kína. ◊ ◊ (Vinnuheiti: Dave)
Velociraptor [La.: veloci: ferð, hraði; rapt: hremma (snareðla)]. Steingervingar þessa holbeina [Theropodia\Coelurosauria], sem var rándýr og lifði fyrir 85 – 80 Má, hafa fundist í Mongólíu, Rússlandi og Kína. Dýrið var um 2 m á hæð og 1 m að lengd og hafði úlnliðsbein sem auðveldaði flóknari hreyfingar handarinnar til að handsama bráð. Þessar úlnliðshreyfingar eru undirstaða vængjataka í flugi. ◊ ◊ ◊
Unenilagia (hálf-fugl) Steingerðar leifar þessa 2 m langa ófleyga dýrs fundust í Patagóníu. Það lifði fyrir 91 - 88 Má og hafði vængstúfa sem það hefur veifað til að halda betur jafnvægi — ekki ólíkt og maður á snjóbretti nú.
Caudipteryx [La.: Caud: stél; Gr.: pteryx: stjél, vængur: (stjélfjöður)] ◊ sameinar ríki risaeðla og fugla og er síðastur í röð steingervingafundanna frægu í Kína en fimm heillegar beinagrindur með afsteypum af fiðri fundust 1998.
Dýrið lifði frá síðjúra til árkrítar fyrir um 150 - 120 Má. Það var um 70 - 90 cm langt þakið fiðri úr samhverfum ◊ fjöðrum sem ekki hentuðu til flugs.
Protarchaeopteryx [Gr.: prot: fyrstur, upprunalegur] ◊ fannst einnig í Kína og líkist Archaeopteryx á margan hátt en virðist frumstæðari. Hann lifði á árkrít fyrir 125 - 119 Má og var uþb. 60 cm langur. Samhverfar fjaðrirnar ◊ á vængjum og stéli virðast lengri en hjá Caudipteryx en hafa varla getað dugað til flugs.
Microraptor zhaoianus fanns nýlega í Liaoning héraði í Kína. Dýrið var með fjaðrir á handleggjum og fótum sem hentuðu til flugs. ◊ ◊ ◊
Anchiornis huxleyi [Gr.: αγχι (agkhi): nánast, næstum; ὄρνῖς (ornis): fugl ] ◊ var fiðraður Theropod af ættinni Troodontidae og lifði á mið- og síðjúra (160 - 155 Má). Dýrið var afar lítið eða um 34 cm að lengd frá goggi og aftur á stél. Steingerðar leifar þess fundust í Tiaojishan mynduninni í Liaoning-héraði í Kína 2009.
Archaeopteryx — Öglir [Archaeo Gr.: ἀρχαῖ οξ (archaios): forn; πτέρυξ; (pteryx): fjöður, vængur]. Fjaðrir þessa marglofaða steingervings ◊ eru ósamhverfar. ◊ Fremri hliðin er mjórri og straumlínulagaðri en aftari hliðin. ◊
Þannig gat öglirinn klofið loftið með vængjunum, sem nægði til fyrstu árangursríku flugtakanna. Lengd dýrsins var ≈ 60 cm og vænghaf ≈ 60 cm.
Archaeopteryx steingervingarnir frá Solnhofen falla illa inn í þá mynd ◊ sem reynt hefur verið að draga upp af þróun fugla því að þeir eru eldri ≈ 150 Má eða frá síðjúra (159 - 144 Má) en td. Sinosauropteryx sem er frá árkrít (124 -122 Má). ◊. ◊
Iberomesornis bar fleiri einkenni fugla en Archaeopteryx en hann hafði þó klær á bængjum og langt stél. Vænghaf hans var 10 - 15 cm. Steingerðar leifar hans fundust á Spáni í jarðlögum frá árkrít, ≈ 137 - 121 Má. ◊
Á steingervingum Eoalulavis [Eo= dögun; alul; avis=fugl] (115 Má), sem fundist hafa á Íberíuskaga (Spánn/Portúgal) má sjá elsta þekkta alula (brúsk úr fjöðurstöfum á þumli) en hann gerir fuglum auðvelt að breyta loftflæðinu á hægu flugi og eykur þannig flughæfnina.
Hjá hrafninum má sjá hvar þróun fugla er komin lengst. Útlimir á afturhluta hafa rýrnað en vængyfirborð stækkað til muna. ◊
Sjá samanburð á vargeðlu og kráku.
Sjá yfirlit um þróun fjaðra: ◊