Jarðfræðiglósur GK

Fuglar — fornir

Þróun beinagrindar fjaðra og skyldleiki holbeina við fugla. ◊.


Þróun fugla fyrir og eftir KT-mörkin.


Steingerðar leifar Sinosauropteryx [Sino: Kína; saur: eðla; opteryx: vængur] fundust í Yixian mynduninni í Liaoning-héraði í Norðaustur-Kína 1996 og telst fundurinn á meðal merkilegustu uppgötvana í steingervingafræðum tuttugustu aldarinnar. Hér var um litla risaeðlu [Theropoda/Coelurosauria: holbeini] að ræða sem lifði fyrir 124 - 122 Má, árkrít. Hún var þakin frumstæðu fiðri sem veitti einangrun en hentaði varla til flugs. Sinosauropteryx var kjötæða, sprettharður og hélt sig á jörðu niðri. Dýrið hafði handleggi með þrífingruðum klóm og mjaðmagrind hefur líklega verið í 50 cm hæð.


Sinornithosaurus millennii [Sin: kínverski; ornitho: fugl; saurus: eðla. (kínverski eðlufugl)] fannst í Liaoning héraði í NA Kína. (Vinnuheiti: „Dave“)


Velociraptor [La.: veloci: ferð, hraði; rapt: hremma (snareðla)]. Steingervingar þessa holbeina [Theropodia\Coelurosauria], sem var rándýr og lifði fyrir 85 – 80 Má, hafa fundist í Mongólíu, Rússlandi og Kína. Dýrið var um 2 m á hæð og 1 m að lengd og hafði úlnliðsbein sem auðveldaði flóknari hreyfingar handarinnar til að handsama bráð. Þessar úlnliðshreyfingar eru undirstaða vængjataka í flugi.


Unenilagia (hálf-fugl) Steingerðar leifar þessa 2 m langa ófleyga dýrs fundust í Patagóníu. Það lifði fyrir 91 - 88 Má og hafði vængstúfa sem það hefur veifað til að halda betur jafnvægi — ekki ólíkt og maður á snjóbretti nú.


Caudipteryx [La.: Caud: stél; Gr.: pteryx: stjél, vængur: (stjélfjöður)] sameinar „ríki“ risaeðla og fugla og er síðastur í röð steingervingafundanna frægu í Kína en fimm heillegar beinagrindur með afsteypum af fiðri fundust 1998.

Dýrið lifði frá síðjúra til árkrítar fyrir um 150 - 120 Má. Það var um 70 - 90 cm langt þakið fiðri úr samhverfum fjöðrum sem ekki hentuðu til flugs.


Protarchaeopteryx [Gr.: prot: fyrstur, upprunalegur] fannst einnig í Kína og líkist Archaeopteryx á margan hátt en virðist frumstæðari. Hann lifði á árkrít fyrir 125 - 119 Má og var uþb. 60 cm langur. Samhverfar fjaðrirnar á vængjum og stéli virðast lengri en hjá Caudipteryx en hafa varla getað dugað til flugs.


Microraptor zhaoianus fanns nýlega í Liaoning héraði í Kína. Dýrið var með fjaðrir á handleggjum og fótum sem hentuðu til flugs.


Anchiornis huxleyi [Gr.: αγχι (agkhi): nánast, næstum; ὄρνῖς (ornis): fugl ] var fiðraður Theropod af ættinni Troodontidae og lifði á mið- og síðjúra (160 - 155 Má). Dýrið var afar lítið eða um 34 cm að lengd frá goggi og aftur á stél. Steingerðar leifar þess fundust í Tiaojishan mynduninni í Liaoning-héraði í Kína 2009.


Archaeopteryx — Öglir [Archaeo Gr.: ἀρχαῖ οξ (archaios): forn; πτέρυξ; (pteryx): fjöður, vængur]. Fjaðrir þessa marglofaða steingervings eru ósamhverfar. Fremri hliðin er mjórri og straumlínulagaðri en aftari hliðin.

Þannig gat öglirinn klofið loftið með vængjunum, sem nægði til fyrstu árangursríku flugtakanna. Lengd dýrsins var ≈ 60 cm og vænghaf ≈ 60 cm.


Archaeopteryx steingervingarnir frá Solnhofen falla illa inn í þá mynd sem reynt hefur verið að draga upp af þróun fugla því að þeir eru eldri ≈ 150 Má eða frá síðjúra (159 - 144 Má) en td. Sinosauropteryx sem er frá árkrít (124 -122 Má). ◊.


Iberomesornis bar fleiri einkenni fugla en Archaeopteryx en hann hafði þó klær á bængjum og langt stél. Vænghaf hans var 10 - 15 cm. Steingerðar leifar hans fundust á Spáni í jarðlögum frá árkrít, ≈ 137 - 121 Má.


Á steingervingum Eoalulavis [Eo= dögun; alul; avis=fugl] (115 Má), sem fundist hafa á Íberíuskaga (Spánn/Portúgal) má sjá elsta þekkta „alula“ (brúsk úr fjöðurstöfum á þumli) en hann gerir fuglum auðvelt að breyta loftflæðinu á hægu flugi og eykur þannig flughæfnina.


Hjá hrafninum má sjá hvar þróun fugla er komin lengst. Útlimir á afturhluta hafa rýrnað en vængyfirborð stækkað til muna.


Sjá samanburð á vargeðlu og kráku.


Sjá yfirlit um þróun fjaðra: