Yixian myndunin er jarðlagamyndun frá árkrít (128 til 124 Má) í Liaoning-héraði norðaustantil í Kínverska Alþýðulýðveldinu.  Myndunin er þekkt fyrir fjölda steingervinga og vöktu þeir áhuga japanskra vísindamanna á meðan landsvæðið var hernumið af Japönum. Að seinni heimstyrjöldinni lokinni var svæði aðeins aðgengilegt kínverskum vísindamönnum og hélst svo fram á seinasta áratug tuttugustu aldar. Frá 1996 hefur fjöldi steingervinga af fiðruðum ófleygum risaeðlum fundist þar.


Sjá: fuglar (fornir).