fjaðrir: fyrstu merki um fjaðrir ◊ sjást hjá steingerðum eðlungum, nánar tiltekið þrítáungunum [Therapoda], frá mið-júra. Dæmi um slík dýr eru Anchiornis huxleyi ◊ (160 Má) og Archaeopteryx (150,8 – 145,5 Má).
Til skamms tíma var talið að myndun fjaðra hefði aðeins gerst hjá þrítáungum [therapoda] en nýlega fannst steingerður flegill af ættkvísl [Heterodontosauridae] Tianyulong confuciusi ◊ frá árkkrít (144 - 99 Má) í Liaoning-héraði í Kína ◊ og virðist hann hafa verið með frumstæðu fiðri.
Heimild: | Xiao-Ting Zheng et al. 2009: An Early Cretaceous heterodontosaurid dinosaur with filamentous integumentary structures Nature Vol. 458, 19 March 2009. |