Samanburður á risaeðlum og fuglum

  1. Óskabein og bringubein
    Margar kjötætanna [theropod] hafa tvö viðbein [clavicle] sem hafa vaxið saman í óskabein [furcula] og sömuleiðis bringubein [sternum] sem bæði er að finna hjá núlifandi fuglum.

  2. Herðablöð
    Fuglar og kjötætur [Theropoda] eru með þunn herðablöð [scapulae].

  3. Beinmassi
    Fuglar og risaeðlur líkar fuglum eru með hol bein til að létta líkamann.

  4. Sveifluhreyfing handarbaks
    Hálfmánalaga bein gera höndum kleift að beygja að framhandlegg og bol.

  5. Gerð handa
    Bæði fuglar og þróaðir þrítáungar líkir fuglum hafa misst tvo fingur. Af þeim þrem sem eftir eru er miðfingurinn lengstur.

  6. Klifbein
    Klifbeinið [pubis] vísar fram í flestum vargeðlum en aftur í fuglum og sumum þrítáungum.

  7. Fótleggir
    Fuglum og þrítáungum er áskapað að vera tvífætlingar vegna þess að vöðvar og beinabygging þeirra gerir ráð fyrir að þeir gangi á afturfótunum eingöngu.

  8. Fætur
    Bæði fuglar og theropodarnir hafa þrjár tær sem snúa fram og auk þess stóru tá [hallux]. Hjá sumum holbeinum snýr stóra táin ekki beint aftur líkt og hjá flestum núlifandi fuglum.