borhola: hola boruð með jarðbor í yfirborð jarðar; [borehole].
Dýpsta hola landsins var lengi holan RGJ-34 norðan Sjómannaskólans í Reykjavík. Fyrst var borað nður á 1.938 m með Gufubornum og síðar var hún dýpkuð með jarðbornum Jötni niður á 3.085 m. ◊
Í febrúar 2008 birtist frétt frá Orkuveitu Reykjavíkur um að hola HE-37 hefði verið stefnuboruð frá borstæði á Skarðsmýrarfjalli og þaðan NA og undir Hengil, samtals 3.111 m. HE-37 var því lengsta holan í byrjun árs 2008. ◊ ◊
Dýpsta hola sem boruð hefur verið er á Kólaskaga, 12.262 m djúp. Borunin hófst 1970 og henni lauk 1994.
Sjá jarðboranir, jarðborar og stefnuborun.
Sjá INDEX → J → jarðbor.