Þegar jöklar síðasta jökulskeiðs voru í hámarki bundu þeir svo mikið vatn að sjávarborð lá a.m.k. 150 m lægra en nú. ◊ Landið seig einnig undan fargi jökulsins einkum inni í landi þar sem jökullinn var þykkastur og bældi landið en seig minna er nær dró ströndinni. Ströndin hefur þá líklega legið nálægt 100 m dýptarlínu sjávar nú.
Með hlýnandi loftslagi byrjuðu jöklarnir síðan að hörfa. Leysingin var svo hröð að sjávarborð hækkaði mun hraðar en land náði að rísa og fjörumörkin færðust langt inn á land. Hæstu þekktu fjörumörk virðast vera frá hlýindakaflanum Bølling-Allerød sem varð á á undan yngra Dryas fyrir um 14.700 til 12.700 BP þúsund árum. |Tsíðjökultími| ◊
Hæð hæstu þekktra fjörumarka er breytileg eftir landshlutum. Hæst voru þau inn til dala, einkum sunnanlands um 100 m, 55 m hjá Hjalla í Ölfusi ◊. og 43 m í Öskjuhlíð í Reykjavík. ◊ Ummerki þessara fjörumarka sjást víða í landslaginu sem forn brimþrep og malarhjallar en þeir eru fornar óseyrar. ◊ ◊ ◊ Landið reis ótrúlega hratt og fjörumörkin lækkuðu sem því nam. Vitað er að fyrir 8000 árum, þegar Þjórsárhraunið rann, lágu fjörumörkin nokkru neðar en nú við Eyrarbakka og Stokkseyri. ◊ (Sjá ennfremur lið 5 í mynd ◊ ).
Sjá meira um sjávarstöðubreytingar og forn fjörumörk.
Sjá hreyfimynd á síðu Jarðfræðistofnunar Svíþjóðar [SGU — Sveriges geologiska undersökning]. ◊