Bølling-Allerød: [B/A] er notað um hlýindakafla [interstadial] á síðjökultíma sem stóð frá 14.700 til 12.700 BP. Hann hófst á eftir kuldakasti sem farið er að kalla elsta Dryas [OE] og endaði snögglega þegar loftslag kólnaði á innan við áratug og yngra Dryas (10.000 - 11.000) gekk í garð. Hitastig féll þá og nálgaðist það sem var á kuldaskeiðum ísaldar.


Til skamms tíma var álitið að kuldakast sem nefnt var eldra Dryas (11.800 - 12.000) væri á milli Bølling og Allerød en samkvæmt nýjum gögnum ma. frá borkjörnum GRIP verkefnisins virðist aðeins hafa verið um lítilvægt „hret“ að ræða.


Sjá skýringar á nöfnunum Bølling og Allerød.


Af borkjörnum Grænlandsjökuls má álykta að hlýnað hafi snögglega við byrjun Bølling en svo farið kólnandi fram eftir Allerød uns helkuldi Yngra Dryas skall á. Þeim helkulda lauk svo álíka snögglega og hann byrjaði þegar hlýnaði um 7°C á 50 árum. ◊.