Notað um tímann frá ~ 18 ká til 10 ká; [late glacial].
Talið er að síðasta jökulskeið hafi náð hámarki fyrir um 20 ká þegar loftslag byrjaði að hlýna og jöklar að hopa. Samkvæmt gögnum frá Dye 3 ískjarnanum virðist svo sem skyndilega hafi hlýnað um 5°C en hún gekk fljótlega til baka og kuldatímabil sem sem kallað er elsta Dryas stóð uns loftslag hlýnaði snögglega og Bølling-Allerød gekk í garð. Þau hlýindi stóðu þó ekki lengi og svo virðist sem hitastig hafi hægt og hægt verið að lækka að meðaltali um 3,6°C fram eftir B/A en auk þess komið amk. 3,5°C kuldaköst sem stóðu stutt.
Við lok Allerød kólnaði snögglega um 6°C þegar kuldakaskeiðið [stadial] Yngra Dryas skall á. Það stóð stutt eða aðeins ≈ 1.000 ár og því lauk álíka snögglega og það byrjaði þegar loftslag hlýnaði um 7°C á 50 árum og preboreal hófst. ◊.
Tímasetningar á síðjökultíma | ||||
Tákn | 14C ár BP | Kvörðuð ár b2k | ||
Yngra Dryas | YD | 10.000 3:263 |
11.703 ± 99 1:13 | |
10.885 ± 70 2:1515 3:263 |
12.896 ± 138 1:13 |
|||
Allerød | B/A | 12.900 | ||
14.100 | ||||
Bølling | 14.075 ± 169 1:13 | |||
13.000 |
14.692 ± 186 1:13 | |||
Elsta Dryas | OD | 13.000 | ||
18.000 | ||||
Hámarks útbreiðsla íss síðasta kuldaskeiðs |
LGM | 19 ká 4:710 | ||
26 ká 4:710 |
Tafla yfir jarðsögu Íslands: ◊.
Sjá kort yfir legu jökulsins seinast á síðjökultímanum: ◊