Bølling var nefnt eftir samnefndu vatni skammt vesta Silkiborgar á Jótlandi. Rannsóknir á frjókornum úr setlögum Bøllingvatns voru taldar sýna að Elsta Dryas hafi verið svalt og að umhverfis Bøllingvatn ríkti freðmýragróður en á Bøllingskeiðinu vék hann fyrir birkiskógi. Freðmýragróðurinn sótti svo aftur fram á þeim tíma sem kallaður hefur verið Eldra Dryas. Á Allerød hlýnaði svo verulega og víðir, birkiskógur og fura uxu umhverfis vatnið og hélst svo uns Yngra Dryas skall á.


Allerød var nefnt eftir Allerød norðan Kaupmannahafnar. Þar var leirnáma á 19. öld og 1897 rannsökuðu þeir Vilhelm Milthers, jarðfræðingur og Nikolaj Hartz,1 grasafræðingur jarðlagasnið í leirnámunni og fundu í leirnum 5 - 30 cm þykkt brúnleitt lag lífrænna leifa [Dk. gytje = lífræn méla]. Af setlaginu töldu þeir sig geta ályktað að svæðið hefði verð íslaust, vaxið víði þar sem elgir og hreindýr hefðu getað hafst við.



Heimild:   1  HARTZ, N. & V. MILTHERS 1901: „Det senglaciale Ler i Allerød Teglværksgrav“ í Meddelelser fra Dansk Geologisk Forening Bind 2, Hefte 2, s. 31-60 / Volume 2/2 - 1902
< http://2dgf.dk/publikationer/bulletin/446bull2-8.html >