Breytingar á sjávarstöðu þe. hæð sjávar miðað við land hafa mikil áhrif á mótun landslags við strendur. Við finnum því forn fjörumörk hátt yfir sjó og langt inni í landi. Þar má finna malarhjalla sem oftast eru gamlar óseyrar eða marbakka og stórgrýtta malarkamba með lábörðum hnullungum. ◊. Víða er brimið að sverfa nýjan brimstalla þar sem eldri brimstallar hafa risið eins og Melabakkar í Melasveit. Í Reykjavík má sjá forn fjörumörk í 43 m hæð y.s. Einnig má sjá að sjór gengur á land eins og á Seltjarnarnesi þar sem fjörumór hefur sigið í sæ.


Skógafoss og Seljalandsfoss falla fram af fornu brimklifi.


Sjá hreyfimynd á síðu Jarðfræðistofnunar Svíþjóðar [SGU — Sveriges geologiska undersökning].