Fossvogslögin ◊ 
 ◊ 
 ◊ 
 eru á meðal þekktustu setlaga í íslenska jarðlagastaflanum og hafa vakið athygli jarðfræðinga allt frá  því er þeim var fyrst lýst af franska náttúrufræðingnum Louis Eugéne Robert  árið 1836.1 Þau sjást í sjávarbökkum við norðanverðan Fossvog en vestasti hlutinn eyðilagðist þegar N-S flugbraut Reykjavíkurflugvallar var endurbyggð og lengd.
Í setlagasyrpu Fossvogslaganna skiptast á jökulruðningur, sjávarset með skeljum og straumvatnaset og segja þau athyglisverða sögu um uppruna og aldur. Upphaflega töldu menn að þessi setlög væru frá síðasta hlýskeiði (70.00 - 130.000 ára BP) |T| en með nýjum aldursgreiningum skeljanna er ljóst að þau eru mun yngri þe. 11.165 ± 100 BP 1:164 ára BP eða frá því seinast á Allerød og byrjun Yngra Dryas. Fossvogslögin eru því mikilvæg við túlkun á sögu afjöklunar á Reykjavíkursvæðinu.
Setlagasyrpan lýsir síendurteknum loftslagsbreytingum á síðjökultíma.  Neðst liggja jökulbergslög mislægt á jökulsorfnu grágrýti. ◊ 
 Yfir þau lögðust sjávarsetlög með steingervingum skeldýra sem mynduðust við afjöklun á hlýstigi Bølling /Allerød. Í stuttu kuldakasti á Alleød breyttist setmyndunin þegar flæðarjökull skreið fram í voginn og neðansjávar aurflóð urðu tíð.  Efst í jarðlagasyrpunni liggur svo  jökulurð frá jökli Yngra Dryas (10.500 - 9.800 BP). 
Neðst í Fossvogslögunum er grunnborinn tvistur (Á# 2)1 ◊ 
 sem skriðjökull síðasta kuldaskeiðs skildi eftir sig um leið og hann svarf bergið og mótaði þar falleg hvalbök. Yfir tvistinum liggur völuberg myndað í strandrænu umhverfi 2:52 sem myndaðist þegar ísaldarjökullinn (Weichselian) |T| var að hörfa og sjór gekk á land. ◊ 
 Leðjusteinninn og sandborna mélan (Á# 4, 5a-5b) ◊ 
 lýsa áflæði sjávar enda er þar að finna steingervinga sjávardýra (td. Mya truncata ◊ 
 og Majama calcara). Þynnótti leðjusteinninn virðist myndaður á leirum en sandborna mélan á dýpra vatni. Víða finnast fallsteinar í þessum lögum og eru þeir til vitnis um að kelfandi flæðarjökull hafi verið skammt undan.
Ofar (Á# 6) ◊ 
 tekur þynnóttur siltsteinn við og er hann til vitnis um setmyndun í sjó en yfir hann leggjast gusur af sand- eða malarkenndum  tvisti (Á# 7, 8) ◊ 
 sem  gruggstraumar báru fram. Í þessum lögum má finna jökulrispaða basalthnullunga og  leðjusteinsflykki sem gruggstraumurin hreif með sér. Upphleðsla þessa lags lýkur við mislægi (Á# 9) ◊ 
 sem mynduðust við skammvinna framrás flæðarjökuls niður í Fossvoginn.
Lagskipta mélan og sandsteinninn (Á# 11) ◊ 
 bera vitni um að jökullinn var að hopa og skammvinnt áflæði varð í lok Allerød. ◊ 
 Lagskipta mölin og hnullungarnir (Á# 12) ◊ 
 myndaðist þegar jökullinn fyllti voginn aftur á Yngra Dryas kaldskeiðinu.◊ 
 Lábarið grjót í 43 m hys.  í Öskjuhlíðinni ◊ 
 er svo til vitnis um áflæðið sem varð í kjölfar kaldskeiðsins þegar jöklarnir hopuðu og sjór flæddi á land. ◊ 