leðjusetinn: [mudstone, mudrock] er að mestu myndaður úr leir- og méluögnum (< 0,05 mm) og hann klofnar ekki auðveldlega í lög líkt og leirsteinn en getur verið lagskiptur vegna aðgreiningar mélu og leirs. Hann myndast í tiltölulega lygnu vatni á leirum við ármynni, í stöðuvötnum eða á miklu hafdýpi.