Megineldstöðvar eru ávallt í eldstöðvakerfi. Þær hlaðast yfirleitt upp á miðjum sprungusveimi og eru því tengdar kvikuþró og jafnvel kvikuhólfi ofar í jarðskorpunni. Þær eru yfirleitt virkar í 1 til 1,5 milljónir ára uns þær rekur út af virka gosbeltinu. Sjá Kjalarnes- og Stardalseldstöðvar. ◊ Hér á landi eru megineldstöðvar á öllum aldri. Megineldstöðvar gjósa því mörgum gosum og hlaða upp stórum eldkeilum ◊ eða hryggjum þar sem skiptast á gjósku- og hraunlög. Hvort eldstöðin hleður upp eldkeilu á borð við Snæfellsjökul ◊ ◊. og Eyjafjallajökul ◊ eða hrygg eins og Heklu ◊ fer líklega einkum eftir því hvort eldstöðin er á virku gliðnunarbelti eða ekki. Keilur hlaðast upp á eins konar jaðarbelti (hliðarbelti) þar sem gliðnun jarðskorpunnar er óveruleg eða engin. Við slíkar aðstæður eru eldstöðvakerfin stutt og lítið eitt ílöng í NV - SA-stefnu. Hryggur með SV - NA stefnu eins og Hekla hleðst hins vegar upp á lítið eitt virku gliðnunarbelti.
Íslenskar megineldstöðvar má flokka eins og fram kemur í töflu.