Varðveisluháttur dýra með harða grind er aðallega þrennskonar, þ.e. afsteypur, ◊ steinkjarnar eða hluti lífveranna varðveittur í upprunanlegu formi. ◊ ◊ ◊ ◊ Afsteypa myndast þegar t.d. skeljar leysast upp og aðeins farið eftir sjálfa skelina verður eftir. ◊ ◊ Steinkjarni myndast ef annað efni sest í holrýmið eftir lífverurnar og myndar einsleitan steinkjarna. ◊ Að lokum ber að nefna að nokkuð algengt er að grind lífveru varðveitist í sínu upprunanlegu formi, þ.e. ekkert hefur breyst og gott dæmi um þetta eru skeljar í Tjörneslögum sem finnast óbreyttar í 3,5 Má gömlu seti. ◊
Varðveisluháttur mjúkra dýra er a.m.k. á 5 mismunandi vegu. Um er að ræða kolaðar himnur eins og t.d. hjá graftólítum. Algengt er að finna för eftir mjúkar lífverur ◊ og má þar nefna þekkta fundarstaði svo sem Solnhofen ◊ í Suður-þýskalandi, Burgess-skífurnar (Burgess Shale) í Norður-Ameríku, ◊ ◊ Ediacara í Ástralíu ◊ ◊ og síðast en ekki síst Himnahattafjall í Kína. Loðfílar hafa fundist með húð og kjöti í frosnum mýrum Síberíu og Alaska. Flestir hafa þeir fundist með tóman maga í dalbotnum, en það vakti athygli vísindarmanna að æðar í höfði þeirra voru útþandar og limur karldýra stífur sem bendir til drukknunar. Af þessu má leiða að dýrin hafi farið út í hálffrosnar mýrarnar í leit að æti og drukknað þar. ◊ ◊ Sambærilegt við loðfílana hafa fundist eðlur með húð og hári í tjörupollum í Norður-Ameríku. Talið er að dýrin hafi stokkið ofan í pollana og þar sem tjaran hafi ekki verið það heit að dýrin brunnu til ösku hafi þau miklu fremur drukknað og varðveist. Að lokum ber að nefna skordýr í rafi (steinharpex). ◊ ◊ Einna mest hefur fundist af þeim á austurströnd Eystrasalts og þá sérlega í Lettlandi og eru það einna helst blaðlýs sem hafa fundist, ásamt öðrum skordýrum sem lifa í trjám.
Sjá: Darwinius masillae
Aukamyndir:
Burgess Shale: ◊
Kórallar: ◊
Samlokur, kuðungar: ◊
Ammónítar: ◊
Sandgárur: ◊
Sjá fornsögulegar minjar.
Tollundmaðurinn: ◊