graptólítar: [en.: graptolites, de: Graptolith, gr: graptós] leifar útdauðra botn- og sviflægra félagsdýra sem komu fram á mið-kambríum (520 Má) og lifðu fram á mið-kol (320 Má). ◊. Óvíst er um flokkun þessara dýra til tegundar en líklega má skipa þessum dýrum í fylkingu akarnorma [Hemichordata].
Steingervingar graptólíta eru afar mikilvægir við að skipa jarðmyndunum frá ordóvisíum í afstæða aldursröð. ◊
Það eru einkum ættbálkurinn graptoloidea sem er mikilvægur við aldursgreiningar jarðlaga. Graptólítar af þessum ættbálki eru algengir í dökkum leirsteini sem yfirleitt er fátækur af öðrum steingervingum. ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊
Tímasvið nokkurra valdra fylkinga og flokka í jarðsögunni. ◊.