USB minnisstafir

Minnisstafirnir þurfa að vera forsniðnir sem FAT32 til þess að xUbuntu Linux, Mac OS X og MS Windows hafi bæði les- og skrifréttindi á minnisstafinn.


Gögn á minnisstöfum (minnislyklum) [usb memory stick] eiga það til að „hrynja“ og gerist það yfirleitt þegar samband tölvunnar og kubbsins hefur verið rofið í fljótfærni.


Það er nokkuð mismunandi eftir stýrikerfum hvernig best er að bera sig að við að rjúfa samband tölvu og minnisstafsins en aðalatriðin eru eftirfarandi:



Sjá: hljóðfíla á USB, DVD-video á USB og USB afritaður á annan USB minnisstaf.




  1. xUbuntu og Mac OS X: Leita að minnikubbnum í fílahirðinum [File Manager] og smella á táknið. Þegar það er horfið má taka kubbinn úr innstungunni.

    Einnig er hægt að hægrismella á táknmyndina í Linux / xUbuntu og Ctrl + hægrismella í Mac OS X og velja þar Eject.


  1. Windows: leitaðu að táknmyndinni, tvísmelltu á hana og farðu eftir leiðbeiningum í samtalsglugga. Þegar „Safe to remove hardware“ birtist má taka minnisstafinn úr innstungunni.


Ef minnisstafurinn virðsist hafa hrunið þe. ekkert birtist í xUbuntu má vera að Mac OS X geti lesið hann. Þá er hægt að afrita minnisstafinn, forsníða [Format] og koma gögnunum aftur á sinn stað.


Góð vinnuregla er að:



Auðvelt er í xUbuntu að kanna stærð minnisstafsins og notað/ónotað rými.
  1. Stingdu minnisstafnum í samband
  2. Opnaðu fílahirðinn [File Manager]
  3. Veldu minnisstafinn eoms og sýnt er hér th.


  1. File
  2. Properties


Minnisstafurinn er áritaður 4GB en hugbúnaðurinn segir

1,3GB laus

2,2GB notuð

svo að eitthvað hefur farið undir gögn sem ekki sjást.



USB: [Universal Serial Bus]