Hljóðskrár
Geisladiskar sem eingöngu eru með hljóðskrám eða hljóðfílum hafa fæstir valmynd og því þarf að meðhöndla þá á annan hátt en DVD_diskana sem flestir sýna valmynd.
Fljótlegast er að gera þetta á eftirfarandi hátt og þessi aðferð tryggir að ekki séu fleiri en ein hljóðskrá í gangi á sama tíma og hindrar að hljóðið hökti:
Auðvelt er að afrita hlljóðskrár í möppur á 8 GB USB minnisstöfum og er þá sömu aðferð beitt við afspinun og sýnd er hér að neðan.
Sjá um DVD Video á USB.
- Settu CD diskinn á rétan hátt í geisladrifið og eftir stutta stund á Audio Disk táknmyndin að birtast á skjáborðinu.
- Tvísmelltu á Audio Disc táknmyndin og við það opnast FileManager.
Komi samtalsgluggi upp sem segir að VLC hafi ekki getað tekið við diskinum lokaðu honum þá strax.
|

|
- Smelltu bendlinum í gluggann með hljóðskránum.
- Sláðu á Ctrl + A og við það á listinn að ljómast líkt og myndin sýnir.
|

|
- Hægrismelltu og veldu efsta möguleikann. Open with “VLC media player”.
- Ef Open with “VLC media player” kemur ekki fram er líklegt að fíll sem VLC kannast ekki við sé í listanum. Þá þarf að nota aðferð sem lýst er á næstu síðu.
-
|

|
-
Hér hefur Playlist VLC opnast og skrá # 3 er í gangi. Hana má stöðva með stjórnborði spilarans eða smella einfaldlega á aðra sem ætlunin er að nota.
|
 |
Ef VLC-spilarinn opnast eins og sýnt er hér th. þarf að smella á hnappinn í rauða rammanum og þá birtist álíka mynd og hér að ofan. |
 |