Hljóðskrár

Geisladiskar sem eingöngu eru með hljóðskrám eða hljóðfílum hafa fæstir valmynd og því þarf að meðhöndla þá á annan hátt en DVD_diskana sem flestir sýna valmynd.


Fljótlegast er að gera þetta á eftirfarandi hátt og þessi aðferð „tryggir“ að ekki séu fleiri en ein hljóðskrá í gangi á sama tíma og hindrar að hljóðið hökti:



Auðvelt er að afrita hlljóðskrár í möppur á 8 GB USB minnisstöfum og er þá sömu aðferð beitt við afspinun og sýnd er hér að neðan.



Sjá um DVD Video á USB.





  1. Settu CD diskinn á rétan hátt í geisladrifið og eftir stutta stund á Audio Disk táknmyndin að birtast á skjáborðinu.

  2. Tvísmelltu á Audio Disc táknmyndin og við það opnast FileManager.

    Komi samtalsgluggi upp sem segir að VLC hafi ekki getað tekið við diskinum lokaðu honum þá strax.


  1. Smelltu bendlinum í gluggann með hljóðskránum.

  2. Sláðu á Ctrl + A og við það á listinn að ljómast líkt og myndin sýnir.


  1. Hægrismelltu og veldu efsta möguleikann. Open with “VLC media player”.
Ef Open with “VLC media player” kemur ekki fram er líklegt að fíll sem VLC kannast ekki við sé í listanum. Þá þarf að nota aðferð sem lýst er á næstu síðu.


  1. Hér hefur Playlist VLC opnast og skrá # 3 er í gangi. Hana má stöðva með stjórnborði spilarans eða smella einfaldlega á aðra sem ætlunin er að nota.



Ef VLC-spilarinn opnast eins og sýnt er hér th. þarf að smella á hnappinn í rauða rammanum og þá birtist álíka mynd og hér að ofan.