USB minnisstafur í stað DVD drifs



Sjá um hljóðfíla [AUDIO] á USB.



Hér er gert ráð fyrir að afrit af DVD-diski sé á 8 GB USB mynnislykli. Slíkt afrit má aðeins vera vinnuafrit og skal eytt að notkun lokinni.
  1. Opnaðu VLC-spilarann
  1. Stækkaðu gluggann þannig að keilan sjáist vel
Etv. þarf að smalla á [Show playlist] til að fá svarta gluggann með keilunni
  1. Settu USB lykilinn í samband og bíddu eftir að hann birtist í fílahirðinum [File Manager]

  2. Tvær möppur geta birst þar:

    AUDIO_TS
    VIDEO_TS

    eða aðeins:

    VIDEO_TS

  3. Ljómaðu VIDEO_TS möppuna og dragðu hana yfir í VLC-gluggann með keilunni.

    Hönd með + merki á að birtast yfir táknmynd möppunnar. (táknmyndin er sýnd stækkuð neðst á myndinni).

  4. Spilarinn á að fara í gang en ef ekki smelltu þá á Play [►] hnappinn.
Raunar má einnig draga VIDEO_TS möppuna inn í þennan samtalsglugga VLC (hér th.) ef hann opnast fyrst. Hér er VIDEO_TS komið í Playlist og þá má smella á Play [►] hnappinn og myndin fer af stað.
Auðvelt er að fara á milli samtalsglugganna með því að smalla á [Show playlist] til að fá svarta gluggann með keilunni.

Ef ætlunin er að birta undirtexta með kvikmyndinni er líklega öruggara að sleppa valinu í valmyndinni en nota þess í stað valstikuna á spilaranum

  1. Video
  2. Subtitles Track
  3. Velja þar viðkomani tungumál.