Afritun DVD-disks á 8 GB USB mynnislykil. Slíkt afrit má aðeins vera vinnuafrit og skal eytt að notkun lokinni
- Settu DVD diskinn í DVD drifið og bíddu eftir að hann birtist í fílahirðinum [File Manager]. Fari myndin af stað í VLC-spilaranum þarf að stoppa hann og loka spilaranum.
- Tvær möppur eiga að birtast í fílahirðinum
VIDEO_TS AUDIO_TS
- Opnaðu nýjan glugga í fílahirðinum [File Manager] fyrir USB-lykilinn og gættu þess að þar séu engir fílar.
- Ljómaðu möppurnar sem sýndar eru í lið 2 og dragðu þær yfir í glugga USB-lykilsins. Afritunin tekur ≈ 8 - 10 mín.
|
 |