USB minnisstafur afritaður á annan USB minnisstaf
Auðvelt er að afrita gögn á USB minnisstaf [A] yfir á annan slíkan [B]. Gæta þarf þess að nægilegt rými sé autt á [B].
Fljótlegasta aðferðin er sýnd hér að neðan:
- Opnaðu fílahirðinn [File Maqnager] með (Super + F)
- Settu minnisstafina í USB-raufarnar og þeir eiga þá að birtast sbr. A og B á myndinni.
- Farðu í File og veldu New Window. Einnig má nota Ctrl + N
- Hagaðu gluggunum þannig að B liggi yfir a líkt og myndin sýnir
- Ljómaðu gögnin sem á að afrita með því að smella á td. á það efstta halda Shift niðri og smella síðan á það neðsta
- Smelltu nú með músarbendlinum í ljómaða flötinn og dragðu bendilinn yfir á flöt B. Bendillinn á að breytast í:
|
 |
|
|