Uppsetning og umbrot prófa í LO Writer

Við gerð prófa er mikilvægt að hafa eftirfarandi í huga:

  1. Byrjaðu með hreint borð en notaðu helst ekki afrit frá öðrum ritvinnslum.
  2. Gerðu textamörk sýnileg.
  3. Gerðu ráð fyrir blaðsíðutali áður en þú byrjar og settu Footer inn því að hann þarf sitt svæði og kemur til með að þrengja aðeins að textamörkunum.
  4. Gerðu stýritákn (óprenthćf tákn) sýnileg.
  5. Ef ætlunin er að hafa forsíðu er rétt að gera ráð fyrir henni strax og skilja hana frá þeim sem á eftir kom með Page Break. Flýtilyklar [Windows Ctrl ⇧ og á Mac OS X ⇧]

Ef ætlunin er að nota krossa er líklega best að nota eftirfarandi aðferð:

    Skrifaðu krossana líkt og myndin sýnir en gættu þess vandlega að ¶ sé sýnilegt á undan og eftir krossarununni líkt og myndin sýnir.

    Þessum ¶ merkjum má fækka eftir myndun dálkanna en þau gera manni mögulegt að skrifa texta á undan og eftir dálkaboxinu.

  1. Ljómaðu alla krossana og gefðu eftirfarandi skipanir

  2. Format …
  3. Veldu fjölda dálkanna (hér eru 2 valdir)
  4. OK
Hér er dálkunum hnikað til með því að gefa:
  1. Insert
  2. Manual Break …
  3. Haka við Column Break
  4. OK
Svartaflan er sett inn með því ða mynda ramma [Frame] eins og sýnt er neðarlega á annarri síðu. Þar er einnig tenging í síðu sem sýnir hvernig mynda má töflu á einfaldan hátt.