óprenthæf tákn: ýmist óprenthæf tákn sem nýtt eru við umbrot texta í LOwriter má kalla fram með því að smella á ¶ hnappinn á staðalstikunni.


Mörk sem sýna textamörk, mörk fyrir haus [Header], fót [Footer] og handknúin [Manuel] síðuskil eru kölluð fram með:



  1. View
  2. Text Boundaries

Mörkin eru sýnd með fínni punktalínu en blaðsíðuskilin með fínni heilli svartri línu efst í textamörkunum.


Hér eru helstu táknin:

  1. Lok efnisgreina eru sýnd með: ¶
  2. TAB táknið birtist sem: →
  3. Þegar ný lína er kölluð fram handvirkt birtis: ↵
    (CR [carriage return] frá tíma ritvélanna og prentaranna).


Óprenthæf tákn eru gerð sýnileg með:

  1. View
  2. Smella á Nonprinting Characters

eða nota Ctrl F10 / ⌘ F10


Hægt er að stilla hvaða óprenthæf tákn verða sýnileg með:
  1. Tools
  2. Options
  3. LibreOffice Writer
  4. Formatting Aids
Og haka við það sem á að sjást þegar beðið er um að óprenthæf tákn verði sýnileg.


Sjá bandstrik ofl.