bandstrik: í LO writer geta verið þrenns konar:
- Venjulegt bandstrik - sem tengir orð og leyfir jafnframt að orð lendi í sitthvorri línunni.
Dæmi: A-deild getur orðið svona: A-
deild.
- Fast bandstrik [Non-breaking hyphen] leyfir ekki skiptingu á milli lína. Það er kallað fram með:
Insert → Formatting Mark → Non-breaking hyphen
eða með flýtilyklum:
Ctrl+⇧ - í Windows/xUbuntu og ⇧ ⌘- á Mac
- Bandstrik til reiðu [Optional hyphen, Custom hyphens, Soft hyphens] er hægt að setja á rétta staði í löngum orðum. Þá eru þau til reiðu þegar jafna þarf texta. Þetta á einkum við þegar textinn er í dálkum og auk þess jafnaður.
Bandstrik til reiðu eru kölluð fram með:
Insert → Formatting Mark → Optional hyphen
eða með flýtilyklum:
Ctrl+ - í Windows/xUbuntu og ⌘ - á Mac
- Óprenthæf rittákn gerð sýnileg.
-
límbil: [Non-breaking space] er notað þegar orð sitthvoru megin við það mega ekki fara í sitthvora línuna. Það er kallað fram með:
- Insert
- Formatting Mark
- Non-breking space
Það má líka kalla fram með flítilyklum;
Í Windows/xUbuntu: Ctrl+⇧+BIL
Á Mac: ⇧+⌘+BIL
Sjá mynd:
◊
Þankastrik [—] má kalla fram með flýtilyklum á Mac með: ⇧+⌥+ _
en því miður er flýtilyklum ekki til að dreifa hjá Winodows eða xUbuntu.
Ýmis tákn er að finna hér