rammar: [Frames] eru mjög gagnlegir í ritvinnslu því að þeim er hægt að koma fyrir nánast hvar sem er á blaðsíðunni. Þeir hanga á bólfestu í efnisgrein, blaðsíðu, tákni eða í textalínu og geta þá haldið tákni í textalínu td. mynd af takka á valborða.


Í ramma má td. koma fyrir texta, textadálkum, töflum, myndum ofl. Ramma má einnig tengja saman þannig að texti flæði á milli þeirra.


Tvær auðveldar leiðir eru til að setja ramma inn á síðu:



Aðferð A
  1. Insert
  2. Frame …
Hér hefur samtalsglugginn opnast. Myndin sýnir að ramminn komi til með að vera efst í efnisgrein fyrir miðju samkvæmt þeim stillingum sem eru á myndinni.
Aðferð B

  1. View
  2. Toolbars
  3. Haka við Insert
  1. Velja 3. hnappinn fv. [Insert Frame Manually]
  1. Velja fjölda dálka
  1. Bendillinn breytist í + þegar þú smellir á textaboroðið.
  2. Dragðu mörk rammans á textaborðið (Þú getur svo fært hann til og stillt eftir þörfum).
Þegar ramminn er valinn sjást grænu höldurnar og ankeri rammans er efst tv.
Rammar eru ákjósanlegir til að halda texta, töflum og myndum á ákveðnum stað.

Aðvelt er td. að mynda svartöflu fyrir krossapróf.

Framkvæmd:
  1. Myndaðu ramma
  2. Ákveddu breidd hans
  3. Gerðu [¶] merkið sýnilegt
  4. Smelltu bendlinum fyrir framan [¶] merkið í rammanum
  5. Myndaðu töflu - sjá hér að neðan
Hér hefur tafla með 6 dálkum og 11 línum verið mynduð.

Auðvelt er að gera mörk rammans, sem sést hér með grænu höldunum, ósýnileg:
  1. Hægrismella á rammann
  2. Frame …
  3. Velja Borders flipann
  4. Smella á ferninginn ofarlega tv. undir orðinu Dfault [Set no borders]


Sjá síðu um krossaspurningar settar í dálka.



Sjá nánar í notendahandbókinni bls. 109.