niðurstreymisbelti: [subduction zone] eru á flekamótum þar sem úthafsskorpa rennur undir meginlandsskorpu eins og td. á eldhringnum. ◊. Við niðurstreymið verður hlutbráðnun bergs sem berst niður með úthafsflekanum. ísúr kvikan (andesít) stígur upp og myndað stóra berghleifa eða veldur eldgosum. Eldkeilur og ísúr og súr sprengigos einkenna þetta svæði; [subduction volcano]. Svokallaðar ofurelstöðvar er einnig að finna á niðurstreymisbeltunum.


Eldvirknin á þessu svæði tekur virkan þátt í hringrás CO2 í andrúmslofti jarðar;. Kalksteinn í úthafsseti berst með flekanum og bráðnar upp á flekamótunum.