ofureldstöð : [supervolcano] er notað um eldstöðvar sem gosið hafa meiru en 1.000 km3 af gjósku í einu gosi en það samsvarar 8 á svokölluðu VEI-viðmiði. Talið er að Toba askjan á norðanverðri Súmötru hafi myndast slíku gosi fyrir 67.000 - 75.000 árum. Í öskjunni er nú stöðuvatn — 100 km langt, 30 km breitt og 505 m djúpt þar sem það er dýpst. Vatnið er talið stærst allra öskjuvatna á jörðinni. Yellowstone askjan er einnig talin hafa myndast í álíka gosi fyrir 600.000 árum


Sjá skýringarmyndir af myndun ofureldstöðva: A yfir möttulstrók: , B yfir samgengi meginlandsfleka:



Sjá töflu yfir nokkrar stærstu þekktu ofureldstöðvarnar



Margt bendit til þess að ofureldstöð sé að myndast í Laguna del Maule í Chile.



Sjá einnig Yellowstone