Hiawatha-gígurinn myndaðist þegar loftsteinn hrapaði til Jarðar. Hann liggur undir jökultungunni sem hann ber nafn af 260 km norðan Thule í Norð-vestur-Grænlandi. Hann er hringlaga 31 km í þvermál og 320 m djúpur. Í fyrstu var talið að gígurinn hefði myndast fyrir 13 ká og hefði etv. átt þátt í kuldakastinu sem kennt er við yngra-dryas.


Í vísindagrein sem birtist í mars 2022 er því lýst hvernig hægt var að aldursgreina atburðinn þegar loftsteinninn sem myndaði gíginn skall á Jörðinni. Samkvæmt mælingum virðist það hafa gerst fyrir 57.99 ± 0.,54 Má eða 8 árum eftir að Chicxulub-gígurinn myndaðist en sá atburður er talinn marka lok krítartímabilsins og upphaf tertíertímabilsins. Fyrir 66 Má. ◊.


Jökulsporður Hiawathajökulsins fyllir gíginn og jökuláin sem rennur undan jöklinum hefur brotið sér leið yfir gígbarminn og rennur þaðan til sjávar. Í árframburðinum uppi við jökulsporðinn voru tekin sýni úr árframburðinum. Þar á meðal voru malarkorn úr myndbreyttu bergi berggrunnsins og sirkon-kristallar sem greinilega höfðu afmyndast við högg.


Myndbreyttu sýnin sem eru brot úr berggrunninum sýndu samkvæmt Ar/Ar aldursgreiningu 1,95– to 1,75 Gá en sirkon kristallarnir sem voru greinilega afmyndaðir við högg gáfu samkvæmt U-Pb mælingu 57.99 ± 0.54 Má.



Sjá myndstreymi af Hiawatha-jöklinum. Myndstreymið eldra en nýustu niðurstöður um aldur gígsins. Enginn jökull var þar sem gígurinn er nú og heiti reiturinn sem nú er undir Íslandi var líklega suður af gígnum og eldvirkni við vesturstönd Grænlands. ◊.



Sjá einnig síðu um myndun Atlantshafs.




Heimildir:
1 GAVIN G. KENNY et al. 2022: "A Late Paleocene age for Greenland's Hiawatha impact structure"
< https://www.science.org/doi/10.1126/sciadv.abm2434 >