loftsteinn: (hrapsteinn) [meteorite, bolide impact], steinn utan úr himingeimnum sem fellur inn í þyngdarsvið Jarðar.


Stórir loftsteinar hafa fallið á Jörðina og má sjá gíga sem þeir hafa myndað við áreksturin. Dæmi um þá er Barringergíginn í Arizona. , Chicxulub-gígurinn á Youkatan og Hiawatha-gíginn á NV-Grænlandi.


Agpalilik loftsteinninn fannst við Kap York í Norður-Grænlandi ásamt 6 öðrum sem líklega féllu saman til jarðar á forsögulegum tíma. Hann vó 20,1 tonn og var næststærstur Kap York loftsteinanna og sá fimmti stærsti sem fundist hefur á jörðinni.


Agpalilik steinninn var sagaður í sundur í rannsóknarskini og hlutinn sem sést hér á mynd er 15 tonn. Hann er að stærstum hluta úr járni 89%, nikkeli er 8% og brennisteini 2%.


Agpalilik er talinn haf lent við Kap York í Norðvestur-Grænlandi fyrir upb. 10.000 árum. Stærsti hlutinn, Ahnighito [Tjaldið] ~ 31 tonn, er nú að finna á American Museum of Natural History í New York.



Vígahnöttur er glóandi loftsteinn sem skilur eftir sig rák í loftinu, en var áður fyrr einnig haft um hinar ýmsu furðusýnir á lofti (loftsjónir). Ef vígahnettirnir eru stórir og springa nálælægt Jörðu geta þeir myndað kröftugar hljóðbylgjur sem jafnvel mælast á jarðskjálftamælum.



Sjá KT-mörkin.



Sjá um geimsteina.