Ol Doinyo Lengai: [fjall guðs] í norðanverðri Tanzaníu [S2°45'5°" E35°54°8"] ◊. ◊. er eina virka eldfjallið sem vitað er að gjósi svokallaðri natrocarbonatít-kviku. Fjallið er dæmigerð eldkeila, 2.960 m hátt og storkubergið er einkum úr tvenns konar steindum, nyerereít (Na2Ca(CO3)2) og gregorít (Na2K2Ca)CO3).


Þessar steindir teljast til karbónata þar sem natrín (Na), kalsín (Ca) og kalín (K) er að finna í miklu magni. Báðar eru steindirnar vatnsfirrtar og veðrast því afar hratt þegar þær komast í snertingu við raka andrúmsloftsins. Hraunbráðið í hraunlænunum er aðeins 510°C heit og sýnast þær því svartar í dagsbirtu en rauðglóandi í náttmyrkri.


Norðan Ol Doinyo Lengai er Natronvatn.Sjá eldkeilur.


Sjá Afró-Arabíu-sigdalinn.