Natronvatn liggur í austurgrein Afro-Arabíu sigdalsins norðan eldfjallsins Ol Doinyo Lengai í Norður-Tanzaníu við Landamærin að Kenía. ◊. ◊. Vatnið fær vatn sitt einkum frá ánni Ewaso Ng‘iro sem rennur út í það en einnig úr steinefnaríku hveravatni 30 - 52°C heitu. Stöðuvatnið hefur ekkert afrennsli en mikil uppgufun og óregluleg og stopul úrkoma veldur því að það helst grunnt og afar basískt með pH 9 til 10,5. Dýpið sem er um 3 m og flatarmálið 100 - 250 km2 — breytilegt eftir úrkomu.


Rauðvængjaði litli flæminginn (flamingói) [Phoenicopterus minor] á sér kjörlendi við vatnið. Helsta fæða hans er blábakterían Spirulina sem þeir síja úr vatninu með nefinu — það er líka þessi baktería sem gefur saltskáninni rústrauða litinn. ◊. Í vatninu lifir fiskurinn Oreochromis alcalicus, sem telst til siklinga en hann hefur aðlagað sig sérstökum aðstæðum sem ríkja þar sem hveravatnið rennur í stöðuvatnið.