Sigdalurinn mikli — Afro-Arabíu sigdalurinn: er stærsta kerfi sigdala á yfirborði Jarðar og nær hann frá Jórdandalnum í norðri til Mózambik í suðri; [East African Rift System, Afro-Arabian Rift Valley]. ◊.


Skipta má dalnum í tvær megingreinar Austur-sigdalurinn (Stóra sigdalinn eða einfaldlega Sigdalurinn) og Vestur-sigdal (Albertsvatns-greinina).


Austur-sigdalurinn liggur um Jórdandal í norðri, suður um Dauðahaf, Akabaflóa og Rauðahaf. Hann gengur á land í Erítreu. Þaðan liggur hann um Danakil (Denakil) landláginni í Eþíópíu að vötnunum Tukana (Rúdolf), Naivasha og Magadi í Kenía. Sunnar, í Tanzaníu, ber minna á sigdalnum vegna þess hve eystri barmurinn er rofinn. Þar eru þó forvitnileg fyrirbæri eins og Natron-vatn og eldkeilan Ol Doinyo Lengai. Þaðan liggur sigdalurin suður til Nysa-vatns þar sem hann sameinast vestrur-greininni.


Vestur-grein sigdalsins teygir sig til norðurs frá nyrðri enda Nysa-vatns (Malawi) í stórum boga um vötnin Rukwa–, Tanganyika–, Kivu–, Edward– og Alberts–vatn.


Sameinaðar liggja greinarnar til suðurs um Nyasa-vatn, til suðurs um Shire-dalinn, Mósambik-sléttuna og til strandar við Indlandshaf hjá borginni Beira.Sjá myndun flekaskila.