Þorskur eða ýsa — En papillote
Grilluð ýsa eða þorskur í sósu
(à la SARA) |
|
En papillote Skammtur fyrir sex manns. Efni: 800 g ýsuflök (roðflett) 1/4 bolli söxuð paprika (gul eða rauð) 1/4 bolli saxaður laukur 1 bolli tómatsósa 200 g rjómaostur sellerísalt (má sleppa) matarsalt |
![]() |
Steikja laukinn og paprikuna og bæta síðan tómatsósunni og rjómaostinum í. Krydda með salti, pipar og sellerísalti. | |
Gert er ráð fyrir því að sósunni og fiskinum sé skipt upp í 6 skammta og hverjum komið fyrir í bátum úr álpappír og sem gerðir eru þannig að þeim megi auðveldlega loka |
|
Hluti af tilbúnu sósunni er settur í hvern bát. | |
Niðursneidd ýsuflökin eru lögð ofaná sósuna í álbátnum og afgangi sósunnar hellt yfir, Loka skal bátnum þannig að óhætt sé að velta honum á grillinu án þess að út úr leki ef þörf krefur. | |
Setja á grill og snúa reglulega í u.þ.b. 10 mínútur. | |
Ef rétturinn er settur í form og bakaður í ofni við 170°C er eldunartíminn ~ 45 mín. | |
Þetta er einnig hægt að baka í ofni í lokuðu líláti. | |
Meðlæti: soðin hrísgrjón og salat. | |
En papillote:, baking paper, bökunarpappír (eða álfólía). |
Þorskhnakki En papillote II
Þorskur eða ýsa bökuð í „umslagi“ úr bökunarpappír eða álpappír. Skammtur fyrir einn |
|
|
|
Það má nota bökunarpappír fæst yfirleitt í uþb. 38 x 42 cm örkum. Örkin er brotinn saman þannig hún myndi 38 x 21 samanbrotið blað. Það er síðan klippt til þannig að það myndi hjarta þegar semanbrotna blaðið er opnað. Auðveldara er þó að nota 48 x 48 cm álpappírsblöð. Grænmetið: gulrætur, paprikkan, laukurinn, kúrbíturinn og tómatarnir mýkt á pönnu við vægan hita og kryddað. Tómatmassanum er sem undirlag fyrir fiskinn. Krydda fiskinn með pipar og salti hæfilega og hann síðan lagður yfir tómatmaukið. Grænmetinu að viðbættum sýrða rjámianum hellt yfir. Kapers, mosarellateningunum og dilli bætt á. Græna eplið afhýtt og niðursneitt í mjóar ræmur sem lagðar eru yfir áður en umslaginu er lokað Bakað í ofni við 170°C (með blæstri) í 30 - 35 mínútur. |
|