Smjörsteiktur þorsskhnakki í pönnu



Efni:
  • þorskhnakki
  • hvítur grófmalaður pipar
  • sjávarsalt
  • smjör
  • matarolía td. avocado olía
Aðferð:
Pannan þarf að vera viðloðunarfrí. Hún er hituð í 7/9 og smjörið brætt í ofurlitlu af avocadoolíu.

Þorskhnakkinn er kryddaður með grófmöluðum pipar og sjávarsalti á báðum hliðum og því næst skorinn í mátulegar sneiðar.

Fiskstykkin eru steikt fyrst á þeirri hlið sem snéri að roðinu uns þau eru orðin ljósbrún. Þeim er síðan snúið við með tveimur polyamidespöðum þannig að þau losni ekki í sundur við flögurnar í fiskvöðvanum.


Tillaga að beði undir fiskinum á diskinum


  • 1 flysjaður tómatur og saxaður (etv. úr dós)
  • 15 g rúsínur
  • 15 g lífrænt ræktaðar og þurrkaðar aprikósur
  • 1 epli, flysjað og saxað í smástykki
  • 20 g furuhnetur
  • 20 g jarðhnetur, saxaðar
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • steinselja, söxuð
  • ½ - 1 bolli marsala
  • 4 sítrónusneiðar
  • sjávarsalt
Tómatarnir, rúsínurnar, eplin, furuhneturnar, jarðhneturnar og hvítlaukurinn eru lögð í marsala í amk. 1 klst. Síðan er þessi blanda látin krauma í potti í 15 til 20 mínútur og vökvinn síaður frá rétt fyrir steikinguna.

Tvær msk. af þessari blöndu er lagður á miðjan matardiskinn, saxaðri steinselju stráð yfir og steiktur þorskbiti lagður ofan á beðið.

Smjörsteiktur þorskhnakki á beði