Tómatur flysjaður, afhýddur


Stilksætið er fjarlægt með oddhvössum hníf, kross er skorinn í hýðið við toppinn og tómaturinn settur í sjóðandi vatn í ca. 30 - 40 sek. Þá er hann færður í ískalt vatn og látinn bíða þar aðrar 30 sek.


Tómaturinn er síðan veiddur upp úr kalda vatnsbaðinu og þá á hýðið að hafa losnað frá aldinkjötinu þannig að auðvelt sé að fjarlægja það.


Sneitt er af tómatnum bæði stilk- og toppmegin. Þá á að vera auðvelt að rista á aldinkjötið með mjóu hnífsblaði og fletta því frá fræsætinu sem liggu rá milli stilks og topps. [apex].



Myndstreymi til útskýringar.