Ofnsteiktur þorskhnakki „à la Guðbjörg“

   
Skammtur fyrir 4
  • 1 kg þorskhnakki
  • skalottlaukar skornir í þunnar sneiðar
  • 1 stór paprika (rauð eða gul)
  • 2 afhýddir tómatar
  • tómatmauk (sigtaðir tómatar; Passatadi Pomodoro Italiano)
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 mosarella ostur
  • 4 - 5 stórir sveppir
  • 10 cL rjómaostur
  • basilikukrydd
  • dill
  • ólífuolía
  • hvítur grófmalaður pipar
  • sjávarsalt
Eftir bökur

Laukurinn, sveppirnir og paprikan brúnuð í smjöri á pönnu, hvítlauk bætt í og kryddað með hvítum pipar.

  Þessu er svo helltí eldfast form og fiskbitarnir lagðir yfir.

  Sneiðar af mosarellaosti lagðar yfir fiskbitana og tómatsneiðar þar yfir auk smá klípu af sýrðum rjóma. Tómastósunni helt þar yfir.
  
 
Bakað í forhituðum ofni í 30 - 35 mín. við 170°C