Ómeletta (eggjakaka)


Skammtur fyrir einn
Efni:
  • 2 egg
  • 2 tsk vatn
  • 1/8 tsk salt
  • pipar
  • 1 tsk smjör
Fyllingin:

1 - 2 dL fylling td.
  • sveppir
  • pipar
  • salt
  • fínt saxað:
  • tómatar etv. sólþurrkaðir
  • hvítlaukur
  • skinka
  • tómatar
  • spergill
  • skalottlaukur
  • kryddjurtir
Omeletta
Aðferð:

Fyrst eru sveppir, beikonbitarnir og skeinkubitarnir brúnaðir á pönnu. Allt sem ekki er borðað hrátt þarf að vera létt steikt eða soðið.

Þeytið eggin, vatnið, salt og pipar í lítilli skál uns efnin hafa blandast vel.
  Hitið smjör á 20 cm viðloðunarfrítti pönnu við meðalhita (6/9). Hallið pönnunni til að dreifa olíunni á botninum.
  Hellið eggjahrærunni á pönnuna. Úti við kantanna bakast hræran strax og þess vegna þarf að flýta fyrir því að hrái hlutinn af hrærunni innar á pönnunni nái að stirðna og bakast. Það má gera með því að halla pönnunni og dreifa vökvanum með spaða.
  Þegar hræran er bökuð er hitinn lækkaður og fyllingin lögð á kökuna áður en hún er lögð saman og færð á diskinn.