Spergill   Asparagus officinalis


[Dk: almindelig asparges; En: Asparagus; De: Gemüsespargel eða Gemeiner Spargel ]




Spergill (eða aspas) er fjölær matjurt af Sperglaætt. Spergilplantan vex upp úr jörðinni sem hvítir eða grænir sprotar og er höfð til matar. Ekki má rugla spergli við spergilkál (brokkólí), en það er nefnt svo vegna þess að það minnir mjög á spergilinn.

Grænn spergill eru sprotarnir sem vaxa ofanjarðar en hvíti spergillinn er látinn vaxa í fremur sendnum jarðvegi og hreyktum beðum og hann er skorinn við rótina um leið og plantan skýtur sprotanum upp á yfirborðið.
 
Hvítur og grænn spergill
Soðinn hvítur spergill