Graflaxsósa



Efni:

  • 2 msk Púðursykur
  • 2 msk hunang
  • 2 msk sætt sinnep
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 1 msk dill (má vera þurrkað)
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 dl bragðlítil olía (ekki extra virgin)
  • 2 msk sýrður rjómi
  • salt
  • pipar

Hrærið púðursykrinum, hunanginu, sinnepinu, dillinu og sítrónusafanum vel saman. Hellið þvínæst olíunni varlega útí og hrærið allan tímann. Bætið loks sýrða rjómanum saman við (má sleppa) og smakkið til með salti og pipar.